Erlent

Gingrich með forystuna í Suður Karólínu

Mitt Romney á nú undir högg að sækja í prófkjörinu í Suður Karólínu sem fram fer á morgun laugardag. Newt Gingrich mælist nú með forystu í skoðanankönnunum eða 35% atkvæða á móti 29% hjá Romney.

Í upphafi vikunnar var Romney hinsvegar með 19% forskot á Gingrich. Til að bæta gráu ofan á svart hefur endurtalning atkvæða í Iowa leitt í ljós að Romney tapaði því prófkjöri fyrir Rick Santorum með 34 atkvæðum.

Þá hefur Rick Perry hætt við framboð sitt og segist styðja Gingrich í Suður Karólíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×