Erlent

Tók ekki eftir nagla í heilanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Naglinn fór í höfuð mannsins eins og sést á þessari mynd úr ómskanna.
Naglinn fór í höfuð mannsins eins og sést á þessari mynd úr ómskanna. mynd/ ap.
Karlmaður í Chicago slapp ómeiddur eftir að hann skaut rúmlega átta sentimetra stórum nagla úr naglabyssu í heilann á sér á miðvikudaginn. Hann tók ekkert eftir að naglinn væri í heilanum fyrr en læknar sögðu honum af því daginn eftir. Maðurinn, sem er 34 ára og heitir Dante Autullo, var á verkstæði sínu þegar óhappið varð.

Hann leitaði til læknis daginn eftir og komst þá að því að nagli sem hafði skotist úr naglabyssu á verkstæðinu hafði farið í höfuð hans. Læknarnir sögðu Autullo að naglinn hefði lent fáeinum millimetrum frá þeim stöðvum heilans sem stýra hreyfivirkni. Naglinn var svo fjarlægður í tveggja klukkustunda langri aðgerð sem fór fram á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×