Erlent

Faðir horfði á krókódíl éta dóttur sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krókódílar eru hættulegar skepnur.
Krókódílar eru hættulegar skepnur. mynd/ getty.
Krókódíll át tíu ára gamla stúlku í Nusatenggara í Indónesíu á dögunum á meðan faðir hennar horfði bjargarlaus á. Victor Mado Waton, lögreglustjóri á svæðinu, segir að stelpan hafi verið að leita að skjaldbökum með pabba sínum og bróður þegar atvikið varð. Hann segir að pabbi stelpunnar hafi verið fáeina metra í burtu þegar árásin var gerð en gat ekkert brugðist við. Krókódíll banaði ungum dreng í sömu á fyrir einungis mánuði síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×