Erlent

Gífurleg aukning á lyfjanotkun Dana

Gífurleg aukning hefur orðið á lyfjanotkun dönsku þjóðarinnar á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lyfjaeftirliti landsins er lyfjanotkunin orðin það mikil að hún jafnast á við að hver Dani innbyrði hálfa aðra pillu af einhverju lyfi daglega alla sína ævi.

Prófessor við stofnunina Nordic Cochrane Center segir að þessar tölur eigi sér enga skýringu nema að um sé að ræða víðtæka misnotkun á þessum lyfjum.

Fram kemur að í dag eru um 400.000 þúsund Danir, eða nær 10% þjóðarinnar á einhverskonar lyfjum gegn þunglyndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×