Erlent

Neytiri bjargaði konu úr bílflaki

Zoe Saldana í hlutverki Neytiri
Zoe Saldana í hlutverki Neytiri mynd/20th Century Fox
Avatar-stjarnan Zoe Saldana kom konu til bjargar í Suður-Kaliforníu í dag. Konan hafði lent í hörðum árekstri og var föst í bíl sínum.

Saldana, sem lék eitt af aðalhlutverkum kvikmyndarinnar Avatar, dró konuna úr bílnum.

Vitni segja að Saldana hafi séð bílslysið og að hún hafi um leið hlaupið að bílnum og aðstoðað konuna.

Saldana hringdi á neyðarlínuna og var við hlið konunnar þangað til að sjúkraliðar mættu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×