Erlent

Fimmtánda fórnarlambið fundið

Frá strandstað á Ítalíu.
Frá strandstað á Ítalíu. mynd/AP
Björgunarmenn á Ítalíu hafa fundið þrjú lík í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia í dag. Tala látinna er því komin upp í 15 og er 18 enn saknað. Kafarar leita enn á neðri dekkjum skipsins.

Stjórnendur björgunaraðgerðanna hafa lýst því yfir að leit muni ekki hætta áður en allt skipið hefur verið rannsakað.

Björgunarmenn reyna nú að dæla eldsneyti úr Concordia en um tvær milljónir lítra af eldsneyti eru í skipinu.

Costa Concordia strandaði undan við vesturströnd Ítalíu 13. janúar síðastliðinn með rúmlega 4.200 farþega um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×