Erlent

Endurgerð fyrstu Star Wars myndarinnar birt á Youtube

Tveggja klukkutíma endurgerð á fyrstu Stjörnustríðsmyndinni hefur verið birt á Youtube. Þetta er þó engin venjuleg endurgerð því það voru ofurvenjulegir Stjörnustríðsnördar sem sáu um framleiðslu myndarinnar.

Fyrir þremur árum fékk Casey Pugh afar athyglisverða hugmynd. Honum datt í hug að skipta Star Wars: A New Hope niður í 15 sekúnda hluta og láta aðdáendur um að endurskapa senurnar.

Pugh hefur loks lokið við klippingu myndarinnar og var hún birt á Youtube á miðvikudaginn. Síðan þá hefur rúmlega ein milljón manns horft á myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×