Erlent

Gingrich vann í Suður-Karólínu

Newton Gingrich vann stórsigur í kjöri um útnefningu Repúblikanaflokksins til forseta þegar atkvæði voru greidd í Suður-Karólínufylki í gær. Þegar talin höfðu verið næstum öll atkvæði var ljóst að Gingrich hafði hlotið 40% atkvæða en helsti keppinautur hans, Mitt Romney, hlaut 28% atkvæða. Rick Santorum fékk 17% og Ron Paul 13%. Upphaflega var talið að Romney væri líklegri til að vinna útnefningu Repúblikana en stjórnmálaskýrendur telja að eftir kjörið í gær sé víst að kosningabaráttan verður spennandi áfram. Frá árinu 1980 hefur sá sem vinnur kjörið í Suður-Karólínu alltaf orðið forsetaefni Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×