Fleiri fréttir

Samskiptin við Pakistan stirðna

Afganskir hermenn sem lentu í skotárás skammt frá pakistönsku landamærunum á laugardag óskuðu eftir loftárás frá Nató og sú árás varð 24 pakistönskum hermönnum að bana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá afgönskum stjórnvöldum.

Varar Vesturlönd við afskiptum

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, varar Vesturlönd við því að skipta sér af forsetakosningunum í Rússlandi, sem haldnar verða á næsta ári.

Fjöldi krókódíla gengur laus

Fjöldi krókódíla gengur laus í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að verstu flóðin þar í hálfa öld urðu í landinu fyrr á árinu.

Segir mikið í húfi á loftslagsráðstefnu

Christiana Figueres, yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, hvetur fulltrúa á loftslagsráðstefnunni í Suður-Afríku til þess að taka ábyrga afstöðu og komast að samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Múslimar hunsa Darwin

Múslimskir stúdentar í Bretlandi eru í auknu máli farnir að ganga út úr líffræðitímum þegar þróunarkenning Darwins ber á góma. Ástæðan er, að sögn breska blaðsins Daily Mail, sú að hugmyndir Darwins eru í andstöðu við Kóraninn.

Molotov bar hlýhug til Íslendinga

Molotov utanríkisráðherra Stalíns kom tvívegis til Íslands á árum síðari heimstyrjaldar í leynilegri sendiför til Roosevelts Bandaríkjaforseta. Frá þessu er greint í nýútkominni bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Íslenska kommúnista.

Páfinn kærður fyrir umferðarlagabrot

Þýskur lögfræðingur hefur kært Benedikt sextánda páfa, sem áður var þekktur sem Joseph Ratzinger, fyrir að hafa setið í bíl sínum án beltis nokkrum sinnum. Í dagblaðinu Westfälischen Rundschau kemur fram að páfinn mun hafa brotið lögin nokkrum sinnum í heimsókn sinni til Freiburg í lok september, en þá var hann í heimsókn í Þýskalandi.

Ostaveisla í geimnum

Hinn fimmtíu og þriggja ára hollenski geimfari Andre Kuipers, á ekki í neinum vandræðum með að ákveða hvaða mat hann ætlar að taka með sér út í geim. En þangað fer hann þann 21. desember næstkomandi ásamt tveimur öðrum geimförum og dvelja þeir í alþjóðlegu geimstöðinni í fimm mánuði.

Íranir draga úr samskiptum við Breta

Íranska þingið samþykkt í morgun með yfirgnæfandi meirihluta að draga úr diplómatískum samskiptum við Breta og hefur breska sendirherranum verið vísað úr landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að Bretar tilkynntu um refsiaðgerðir gagnvart írönskum bönkum á þriðjudag, þar sem þeir eru taldir fjármagna kjarnorkuáætlanir íranskra stjórnvalda. Fram kemur í blaðinu Jerusalem Post að 179 þingmenn hafi kosið með tillögunni, fjórir hafi kosið gegn henni en 11 hafi setið hjá.

Undirbúa refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi

Arababandalagið hefur nú undirbúið lista yfir refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi, þar sem yfirvöld hafa hvorki bundið endi á ofbeldi gagnvart mótmælendum í landinu né hleypt erlendum eftirlitsaðilum inn fyrir landamærin.

Tvö lík fundin í tengslum við Craiglistmorðin

Lögreglan hefur fundið tvö lík í tengslum við rannsókn sína á vopnuðu ráni, sem menn eru farnir að kalla Craiglist málið. Grunur leikur á að árásarmaðurinn hafi fundið fórnarlömbin á vefsíðunni Craiglist.

Fangelsaður fyrir að þykjast vera fatlaður

Ólöglegur innflytjandi sem sveik hundruð þúsunda sterlingspunda af breskum skattgreiðendum með því að þykjast vera fatlaður hefur verið dæmdur í sex ára og ellefu mánaða fangelsi. Með því að látast vera fatlaður fékk maðurinn, sem heitir Mohamed Bouzalim, því framgengt að fimm ættingjar hans fengu að koma til Bretlands. Í sumum tilfellum var það undir því yfirskyni að sumir þeirra væru nauðsynlegir fyrir ummönnun hans. Svo bárust myndir af Bouzalim þar sem hann steig villtan dans í Marokkó árið 2009. Hann viðurkenndi 11 ákæruliði þegar málið kom fyrir dóm í Bretlandi.

Saka heri NATO um að hafa skotið á sig

Pakistönsk stjórnvöld saka hermenn Atlantshafsbandalagsins um að hafa skotið á herstöðvar sínar við landamæri Pakistan og Afganistan um klukkan níu í gærkvöld. Samkvæmt frásögn Pakistana fórust 26 hermenn úr þeirra röðum í árásinni. Talsmenn Atlantshafsbandalagsins viðurkenna að atvik hafi átt sér stað nærri landamærunum og að verið sé að rannsaka það. Auk þeirra sem fórust er talið að sjö hafi særst alvarlega.

Refsiaðgerðir ræddar í dag

Sýrlensk stjórnvöld höfðu að engu sólarhringsfrest sem Arabandalagið hafði gefið þeim til að fallast á að fimm hundruð eftirlitsmenn fengju að fylgjast með ástandinu í landinu.

Kraftaverk að ekki fór verr í Færeyjum

„Það var hreint kraftaverk að ekki fór verr,“ segir Brynhild Thomsen, ritstjóri á færeyska dagblaðinu Dimmalætting, um tjónið af fárviðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrrinótt.

Nýr forsætisráðherra tekur við

Herforingjaráðið í Egyptalandi tilkynnti í gær að Kamal el-Ganzouri, 78 ára fyrrverandi samstarfsmaður Hosní Múbarak, verði forsætisráðherra landsins.

Særingamaður páfa: Jóga og Harry Potter eru verkfæri djöfulsins

Gabriel Amorth er með einn svakalegasta starfstitil sem sögur fara af, en hann er særingamaður páfagarðs. Amorth er 85 ára gamall og hefur sinnt starfi sínu í aldarfjórðung en hann var skipaður af Jóhannesi Páli páfa II. Á ferlinum hefur hann framkvæmt fleiri en sjötíu þúsund særingar og á ráðstefnu sem fram fór í dag í páfagarði sparaði hann ekki stóru orðin. Að mati prestsins er jóga verkfæri djöfulsins og galdrastrákurinn Harry Potter er litlu skárri.

Idol-stjarna floppar í Macy's skrúðgöngunni - myndband

American Idol sigurvegarinn Scotty McCreery átti að syngja fyrir áhorfendur Macy's skrúðgöngunnar í dag. Hann náði því miður ekki að heilla áhorfendurnar því hann hreyfði ekki varirnar í takt við tónlistina.

Nýr heimsenda spádómur Maya finnst

Sérfræðingar í menningarsögu Maya indíána hafa lengi reynt að draga úr vægi dagsetningarinnar 2012. En fornleifafræðingar í Suður-Ameríku hafa nú tilkynnt að þeir hafi fundið nýja vísun í dagsetninguna.

Berlínarbollu heilsast vel

Risabarn fæddist á spítala í Berlín í gær. Pilturinn var 6 kíló og er langstærsta barn sem fæðst hefur í Þýskalandi. Barnið er kallað Jihad.

Tölvuþrjótar settir á internet-skilorð

Ríkisstjórn Bretlands mun innleiða nýjar refsiaðgerðir gegn tölvuglæpamönnum á næstunni. Þeir sem verða uppvísir að brotum verður meinað að nota internetið í ákveðinn tíma.

Myrti eiginmann til að vernda dóttur sína

Lögreglan í Karachi í Pakistan hefur handtekið 32 ára gamla konu fyrir að myrða eiginmann sinn. Hún reyndi að losa sig við líkið með því að sjóða það.

Dæmdur til fangelsisvistar á Balí

Dómstólar á Balí hafa dæmt 14 ára pilt frá Ástralíu í tveggja mánaða fangelsi. Hann var handtekinn eftir að tæplega fjögur grömm af kannabis fundust á honum.

Símhringingar Breiviks opinberaðar - myndband

Símhringingar hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik til lögreglunnar í Noregi hafa verið gerðar opinberar. Breivik hefur játað að hafa myrt 77 manns í sprengjuárás í Osló og skotárás í Útey skömmu síðar.

Verndaði vörur með piparúða

Talið er að um 20 viðskiptavinir Walmart verslunar í Los Angeles hafi hlotið minniháttar meiðsli eftir að kona sprautaði piparúða yfir þau. Konan vildi vernda varning sinn frá öðrum viðskiptavinum.

Sakar öryggissveitir um kynferðisegar áreitni

Dálkahöfundurinn Mona Eltahawy segir meðlimi öryggissveita í Kaíró hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eftir að hún var færð í varðhald í kjölfar mótmælanna á Friðartorginu.

Flóð í suðurhluta Tælands

Mikil flóð hafa verið í Tælandi síðastliðnar vikur og hefur nú suðurhluti landsins fundið fyrir áhrifum þeirra. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Songkhla-héraði eftir að stúlkubarn lést í flóðunum.

Sendiför Curiosity til Mars hefst á morgun

Tölvustýrðu rannsóknarstöðinni Curiosity verður skotið á loft frá Cape Canaveral í Bandaríkjunum á morgun. Curiosity mun leita eftir ummerkjum lífs á plánetunni Mars.

Stjornvöld í Sýrlandi að falla á tíma

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa aðeins nokkra klukkutíma til að bregðast við úrslitakostum Arababandalagsins um að stöðva drápin á almenningi í landinu og hleypa 500 eftirlitsmönnum frá bandalaginu inn í Sýrland.

Fjölmenn mótmæli boðuð í Egyptlandi í dag

Egyptar búa sig undir fjölmenn mótmæli í dag þar sem þess verður krafist að herforingjaráð landsins láti af völdum. Þar að auki vilja mótmælendurnir að þingkosningum sem áttu að fara fram á mánudag verði frestað.

Fleiri mótmælendur drepnir

Mótmælin í Jemen hættu ekki þótt Ali Abdullah Saleh forseti hafi samþykkt að segja af sér. Ekkert lát er heldur á ofbeldi af hálfu stjórnarinnar. Öryggissveitir urðu fimm mótmælendum að bana í gær í höfuðborginni Sana.

Ungi morðinginn talinn vera veill á geði

Ungi maðurinn sem myrti vin sinn og særði annan lífshættulega með hnífi eftir gleðskap í Ósló í síðasta mánuði var undir áhrifum eiturlyfja og mögulega veill á geði er hann framdi ódæðið. Hann hefur nú verið fluttur á öryggisdeild þar sem hann mun gangast undir geðrannsókn.

Æsifréttamaður elti dóttur Rowling uppi

Æsifréttamaður elti einu sinni dóttur metsölurithöfundarins JK Rowling uppi og setti skilaboð í skólatöskuna hennar til þess að reyna að ná tali af rithöfundnum. Rowling hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarinn áratug, eða allt frá því að fyrsta bókin hennar um Harry Potter kom út. Í dag kom hún fram fyrir fjölmiðlasiðanefnd og lýsti samskiptum sínum við æsifréttamennina. Hún sagði að hún gæti ekki sett ósýnilegan skjöld í kringum börnin sín til þess að vernda þau.

Eyddu röngu tvíburafóstri

Rannsókn er hafin á hörmulegi atviki sem átti sé stað á spítala í Ástralíu. Læknar framkvæmdu fóstureyðingu á röngu tvíburafóstri.

Þvottagrind reyndist 18 ára stúlku ofjarl

Slökkviliðsmenn þurftu að skera átján ára stúlku í Bretlandi lausa eftir að hún festi höfuðið í þvottagrind. Hún sagði þetta vera það vandræðalegasta sem nokkurn tíma hefði komið fyrir hana.

Sjá næstu 50 fréttir