Erlent

Saka heri NATO um að hafa skotið á sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við landamæri Pakistan og Afganistan.
Við landamæri Pakistan og Afganistan. mynd/ afp.
Pakistönsk stjórnvöld saka hermenn Atlantshafsbandalagsins um að hafa skotið á herstöðvar sínar við landamæri Pakistan og Afganistan um klukkan níu í gærkvöld. Samkvæmt frásögn Pakistana fórust 26 hermenn úr þeirra röðum í árásinni. Talsmenn Atlantshafsbandalagsins viðurkenna að atvik hafi átt sér stað nærri landamærunum og að verið sé að rannsaka það. Auk þeirra sem fórust er talið að sjö hafi særst alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×