Erlent

Bandaríkjastjórn vill stjórnarskipti í Egyptalandi hið fyrsta

Frá Friðartorginu í Kaíró í dag.
Frá Friðartorginu í Kaíró í dag. mynd/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum hvetja bráðabirgðastjórn Egyptalands til að flýta valdaskiptum í landinu. Þúsundir mótmælenda eru nú á Friðartorginu í Kaíró og krefjast þess að herforingjaráðið fari frá völdum hið fyrsta.

Í yfirlýsingu frá Barack Obama kemur fram að Egyptaland þurfi ríkisstjórn sem hafi raunveruleg völd og sé í umboði fólksins. Annars verði ómögulegt að innleiða lýðræði í landinu - því séu kosningar nauðsynlegar.

Einnig kemur fram að kosningarnar verði að vera réttlátar svo að vilji fólksins nái fram.

Kosið verður á mánudaginn næstkomandi.

Í dag voru tugþúsundir mótmælenda á Friðartorginu í Kaíró. Fyrr í vikunni ákvað tímabundin stjórn Egyptalands að fara frá völdum eftir að mótmælendur kröfðust afsagnar hennar. Tugir mótmælenda hafa fallið í aðgerðum öryggissveita Egyptalands.

Á fimmtudaginn ákvað herforingjaráð Egyptalands að skipa Kamel el-Ganzoury í embætti forsætisráðherra. Mótmælendur voru æfir enda var el-Ganzoury einn af fulltrúum Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands. Herforingjaráðið féll frá ákvörðuninni eftir að mótmælendur lýstu óánægju sinni.

Mótmælin hófust eftir að yfirmenn herafla Egyptalands tilkynntu um breytingar sem mótmælendur túlkuðu sem grundvallarbreytingar á stjórnarskrá landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×