Erlent

Samskiptin við Pakistan stirðna

Hópur fólks, þar á meðal ungur drengur, mótmælir árásum Nató.
mynd/Ap
Hópur fólks, þar á meðal ungur drengur, mótmælir árásum Nató. mynd/Ap
Afganskir hermenn sem lentu í skotárás skammt frá pakistönsku landamærunum á laugardag óskuðu eftir loftárás frá Nató og sú árás varð 24 pakistönskum hermönnum að bana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá afgönskum stjórnvöldum.

Atvikið hefur orðið til þess að samskipti Bandaríkjamanna og Pakistana eru stirðari en nokkru sinni fyrr. Nató segir að líklega hafi herþyrla frá bandalaginu gert árásina. Rannsókn stendur yfir á atvikinu.- fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×