Erlent

Ungi morðinginn talinn vera veill á geði

Rannsókn á morðinu í Ósló í síðasta mánuði miðar áfram og bendir nú allt til þess að morðinginn hafi verið undir áhrifum eiturlyfja og veill á geði. Nordicphotos/AFP
Rannsókn á morðinu í Ósló í síðasta mánuði miðar áfram og bendir nú allt til þess að morðinginn hafi verið undir áhrifum eiturlyfja og veill á geði. Nordicphotos/AFP
Ungi maðurinn sem myrti vin sinn og særði annan lífshættulega með hnífi eftir gleðskap í Ósló í síðasta mánuði var undir áhrifum eiturlyfja og mögulega veill á geði er hann framdi ódæðið. Hann hefur nú verið fluttur á öryggisdeild þar sem hann mun gangast undir geðrannsókn.

Málið vakti mikinn óhug, enda voru mennirnir þrír vinir og aðkoman að vettvangi var einstaklega óhugnanleg. Meðal annars hafði árásarmaðurinn makað blóði upp um veggi stigagangs í húsinu þar sem þeir bjuggu.

Mennirnir eru 21 og 22ja ára gamlir. Fórnarlömbin fóru út að skemmta sér, en hinn varð eftir heima. Lögregla telur að hann hafi setið fyrir félögum sínum við heimkomuna með fyrrgreindum afleiðingum.

Sá sem komst lífs af slapp út úr íbúðinni við illan leik og komst upp í leigubíl sem ók honum að sjúkrahúsi. Þegar lögregla kom á vettvang lá árásarmaðurinn í bakgarði hússins, á nærbuxunum einum klæða, mikið skorinn á höndum og hálsi.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×