Erlent

Refsiaðgerðir ræddar í dag

Stuðningsmenn Bashars al-Assad forseta flykktust út á götur í gær til mótvægis við mótmælendur.
Stuðningsmenn Bashars al-Assad forseta flykktust út á götur í gær til mótvægis við mótmælendur. Fréttablaðið/AP
Sýrlensk stjórnvöld höfðu að engu sólarhringsfrest sem Arabandalagið hafði gefið þeim til að fallast á að fimm hundruð eftirlitsmenn fengju að fylgjast með ástandinu í landinu.

Fresturinn rann út í gær, en reiknað er með að Arababandalagið taki í dag ákvörðun um refsiaðgerðir, sem felast meðal annars í frystingu eigna og viðskiptabanni.

Átökin í Sýrlandi hafa magnast. Í gær sátu uppreisnarmenn fyrir sýrlenskum hermönnum og drápu sex herflugmenn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×