Erlent

Stjornvöld í Sýrlandi að falla á tíma

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa aðeins nokkra klukkutíma til að bregðast við úrslitakostum Arababandalagsins um að stöðva drápin á almenningi í landinu og hleypa 500 eftirlitsmönnum frá bandalaginu inn í Sýrland.

Fari stjórnvöldin ekki að vilja Arababandalagsins mun Sýrland verða fyrir refsiaðgerðum og hugsanlega viðskiptabanni hjá öllum löndum bandalagsins.

Arababandalagið mun funda um aðgerðirnar gegn Sýrlandi á sunnudag fari svo að eftirlitsmennirnir fái ekki að koma inn í landið.

Yfir 3.500 manns hafa fallið í Sýrlandi frá því að mótmælaaðgerðir gegn stjórnvöldum hófust þar í mars síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×