Erlent

Múslimar hunsa Darwin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hugmyndir Darwins eiga ekki upp á pallborðið hjá múslimskum stúdentum.
Hugmyndir Darwins eiga ekki upp á pallborðið hjá múslimskum stúdentum. mynd/ afp.
Múslimskir stúdentar í Bretlandi eru í auknu máli farnir að ganga út úr líffræðitímum þegar þróunarkenning Darwins ber á góma. Ástæðan er, að sögn breska blaðsins Daily Mail, sú að hugmyndir Darwins eru í andstöðu við Kóraninn.

Prófessorar í University College í Lundúnum hafa töluverðar áhyggjur af þessu. Líkt og kristnir menn trúa múslimar því að guð hafi skapað heiminn, mennina og dýrin. Eini munurinn þar á er að múslimar kalla guðinn Allah.

Steve Jones prófessor emeritus í erfðafræði spyr hvers vegna slíkir stúdentar séu að læra líffræði yfirleitt. Það sé greinilegt að kenningar fræðigreinarinnar stríði gegn trú þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×