Erlent

Stormurinn frá Færeyjum skellur á Noregi

Norðmenn undirbúa sig nú undir komu stormsins Berit sem herjaði á Færeyjar í gærvköldi og nótt.

Stormurinn er að ganga á land við Mæri og Romsdal. Í frétt um málið í Verdens Gang segir að fólki í Hálogalandi og Þrændalögum sé ráðlagt að halda sig innandyra í dag. Veðurstofa landsins hefur gefið út svokallaða alvarlega viðvörun til íbúanna í fyrrgreindum héruðum.

Búist er við að stormurinn komi verst niður á íbúum Hálogalands og þar óttast menn að þök fjúki af húsum eins og gerðist í Færeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×