Erlent

Ávarp Obama fær misjafnar viðtökur - myndband

Trúræknir Bandaríkjamenn eru æfir vegna þakkargjörðarræðu Baracks Obama en Bandaríkjaforseti nefndi ekki guð í ávarpinu.

Trúaðir Repúblikanar og fleiri hafa lýst vonbrigðum sínum á Twitter og öðrum samskiptasíðum.

Í ávarpinu þakkar Obama herafla Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína. Hann lofar einnig fórnfúsu starfi sjálfboðaliða í súpueldhúsum víðsvegar um Bandaríkin.

Obama hafði samband við 10 herfylki í Írak og Afganistan og þakkaði þeim persónulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×