Erlent

Fangelsaður fyrir að þykjast vera fatlaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndir náðust af því þegar maðurinn var að dansa í Marokkó.
Myndir náðust af því þegar maðurinn var að dansa í Marokkó.
Ólöglegur innflytjandi sem sveik hundruð þúsunda sterlingspunda af breskum skattgreiðendum með því að þykjast vera fatlaður hefur verið dæmdur í sex ára og ellefu mánaða fangelsi. Með því að látast vera fatlaður fékk maðurinn, sem heitir Mohamed Bouzalim, því framgengt að fimm ættingjar hans fengu að koma til Bretlands. Í sumum tilfellum var það undir því yfirskyni að sumir þeirra væru nauðsynlegir fyrir ummönnun hans. Svo bárust myndir af Bouzalim þar sem hann steig villtan dans í Marokkó árið 2009. Hann viðurkenndi 11 ákæruliði þegar málið kom fyrir dóm í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×