Erlent

Dæmdur til fangelsisvistar á Balí

Pilturinn hylur höfuð sitt eftir að dómurinn var kveðinn upp.
Pilturinn hylur höfuð sitt eftir að dómurinn var kveðinn upp. mynd/AFP
Dómstólar á Balí hafa dæmt 14 ára pilt frá Ástralíu í tveggja mánaða fangelsi. Hann var handtekinn eftir að tæplega fjögur grömm af kannabis fundust á honum.

Sækjendur kröfðust mun þyngri refsingar.

Líklega verður piltinum sleppt úr fangelsi snemma í næsta mánuði en hann hefur verið í varðhaldi síðan í október.

Yfirvöld í Ástralíu hafa fylgst með málinu og hefur það vakið mikla athygli þar í landi. Utanríkisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd, fagnaði dóminum og sagði það afar jákvætt að pilturinn verði með fjölskyldu sinni yfir jól og áramót.

Unglingurinn var í fríi á Balí þegar efnin fundust á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×