Erlent

Íranir draga úr samskiptum við Breta

Íranska þingið samþykkti að takmarka samskipti við Bretland.
Íranska þingið samþykkti að takmarka samskipti við Bretland. mynd/ afp.
Íranska þingið samþykkt í morgun með yfirgnæfandi meirihluta að draga úr diplómatískum samskiptum við Breta og hefur breska sendirherranum verið vísað úr landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að Bretar tilkynntu um refsiaðgerðir gagnvart írönskum bönkum á þriðjudag, þar sem þeir eru taldir fjármagna kjarnorkuáætlanir íranskra stjórnvalda. Fram kemur í blaðinu Jerusalem Post að 179 þingmenn hafi kosið með tillögunni, fjórir hafi kosið gegn henni en 11 hafi setið hjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×