Erlent

Undirbúa refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi

HGH skrifar
Arababandalagið undirbýr refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi.
Arababandalagið undirbýr refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi. mynd/ AFP
Arababandalagið hefur nú undirbúið lista yfir refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi, þar sem yfirvöld hafa hvorki bundið endi á ofbeldi gagnvart mótmælendum í landinu né hleypt erlendum eftirlitsaðilum inn fyrir landamærin.

Að mati Sameinuðu þjóðanna hafa allt að 3500 látið lífið í mótmælum síðan mótmælin hófust í mars. Meðal refsiaðgerðanna sem lagðar hafa verið til eru viðskiptabann á Sýrlenska seðlabankann, stöðvun millilandaflugs og farbann á hátt setta embættismenn. Ráðherrar í arabaríkjunum kjósa um tillögurnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×