Erlent

Fjöldi krókódíla gengur laus

Margir krókódílar hafa verið gómaðir í Bangkok að undanförnu. mynd/ap
Margir krókódílar hafa verið gómaðir í Bangkok að undanförnu. mynd/ap
Fjöldi krókódíla gengur laus í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að verstu flóðin þar í hálfa öld urðu í landinu fyrr á árinu.

Um sex hundruð manns týndu lífi, auk þess sem um þrjú þúsund krókódílabú urðu flóðinu að bráð. Fjölmargir krókódílar sluppu úr prísund sinni og hafa síðan þá gert íbúum Bangkok lífið leitt, rétt eins og fjöldi eitraðra snáka sem fjarlægðist heimkynni sín vegna flóðanna.

Einn íbúi Bangkok ætlaði á kamarinn í útihúsi og sá þá krókódíl sitja þar við hliðina. „Ég hef ekki farið á klósettið síðan. Ég pissa frekar í flösku,“ sagði skelkaður íbúinn. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×