Erlent

Síðasta áfengislausa hótelið í Danmörku lokar

Rekstur á áfengislausum hótelum í Danmörku heyrir brátt sögunni til. Síðasta áfengislausa hótelinu, sem er í Svendborg, verður lokað þann 1. desember næstkomandi.

Þessi hótel hafa verið rekin af kristilegu samtökunum Indre Mission og voru upp á sitt besta fyrir um 100 árum síðan þegar kristnir söfnuðir ráku mikinn áróður gegn áfengisneyslu í landinu.

Eftir standa sex sjómannaheimili í Danmörku þar sem bannað er að hafa áfengi um hönd. Þau eru einnig að hverfa inn í sögubækurnar því þremur þeirra verður lokað á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×