Erlent

Hafnarbolti og þakkargjörðarmáltíð í þyngdarleysi - myndband

Eftir rúmlega fimm mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni var geimfaranum Satoshi Furukawa farið að leiðast. Honum datt því í hug að spila hafnarbolta við sjálfan sig.

Furukawa er nú kominn heim en hann lenti í Kasakstan fyrir stuttu. Hann sagði dvölina í ISS hafa verið erfiða. Á Twitter-síðu sinni lýsir hann dvölinni í geimstöðinni og reynslu sinni af lífi í lofttæmi.

Þyngdarleysið hafði slæm áhrif á Kurukawa og hann veiktist alvarlega stuttu eftir að hann kom í geimstöðina. Hann fékk einnig mikla hausverki í kjölfar þyngdarleysisins.

Uppátæki Furukawa má sjá í myndbandinu tengt fréttinni.

Geimfararnir hafa verið duglegir við að hafa samband við jörðina - sérstaklega í kringum hátíðardaga. Bandarískur geimfari ákvað að sýna jarðarbúum hvernig þakkargjörðarmáltíð í Alþjóðlegu geimstöðinn væri og tók upp lítið myndband ásamt kollega sínum.

Myndbandið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×