Erlent

Ostaveisla í geimnum

Old Amsterdam þykir vera einstaklega góður ostur. Hvort hann smakkist eins í geimnum, skal ósagt látið
Old Amsterdam þykir vera einstaklega góður ostur. Hvort hann smakkist eins í geimnum, skal ósagt látið mynd úr safni
Hinn fimmtíu og þriggja ára hollenski geimfari Andre Kuipers, á ekki í neinum vandræðum með að ákveða hvaða mat hann ætlar að taka með sér út í geim. En þangað fer hann þann 21. desember næstkomandi ásamt tveimur öðrum geimförum og dvelja þeir í alþjóðlegu geimstöðinni í fimm mánuði.

Hann ætlar ekki lifa á vatni og einhverjum einföldum tilbúnum mat heldur hefur hann fengið leyfi til að taka með sér fimm kíló af osti með sér, sem er mjög eðlileg krafa frá geimfara. Osturinn ber nafnið Old Amsterdam og þykir vera einstaklega góður en hann er seldur í yfir 70 löndum.

Talsmaður fyrirtækisins sem framleiðir ostinn segir að það hafi verið vesen að uppfylla þarfir kappans. Það þurfti að skera ostinn sérstaklega og pakka honum inn í sérstakar umbúðir. Því næst var hann sendur með skipi til Houston og þaðan til Kasakstan, þar sem geimflauginni verður skotið á loft. Þá þurfti einnig að fá leyfi frá NASA og Evrópusku geimvísindastofnuninni til þess að senda oststykkið með út í geim. Eftir fjölda tölvupósta var að lokum gefið leyfi yfir 10 kílóum af þessum gæðaosti.

Eins og áður sagði, fer Andre með fimm kíló með sér, en búist er við að önnur geimflaug fari með fimm kíló í viðbót þegar hún kemur í stöðina í lok janúar á næsta ári. Hvort að Andre verður búinn með fimm kílóa stykkið þá verður að koma í ljós, en eitt er víst að það verður ostaveisla í geimstöðinni yfir jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×