Erlent

iDUMP4U slítur samböndum gegn vægu gjaldi

Tugir hafa nýtt sér þjónustu iDUMP4U.
Tugir hafa nýtt sér þjónustu iDUMP4U. mynd/idump4u
Sambandsslit eru alltaf erfið en núna er hægt að losna við þá sálarkvöl sem fylgir því að yfirgefa félaga sinn.

Tvær nýlegar vefsíður segjast geta auðveldað fólki að taka skrefið. Báðar láta þriðja aðila hringja í óheppna félagann og bera honum fréttirnar.

Hin kínverska vefsíða Taobao og systursíða hennar í Bandaríkjunum - iDUMP4U - bjóða upp á þjónustuna fyrir lítið gjald. En áhugasamir geta borgað fyrir platínu-þjónustu en þá mætir fulltrúi vefsíðunnar á staðinn og færir sorgarfréttirnar í persónu.

Hægt er að hlusta á fulltrúa iDUMP4U slíta samböndum á vefsíðu fyrirtækisins. Því miður eru fulltrúarnir álíka tilfinninganæmir og kjarnorkusprengja og enda samtölin oftast afar illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×