Erlent

Pantaði sprengju af netinu og stórslasaðist

Luke keypti sprengjuna af netinu og hefur vefsíðunni nú verið lokað.
Luke keypti sprengjuna af netinu og hefur vefsíðunni nú verið lokað. mynd/AP
Táningur í Bretlandi slasaðist eftir að hann keypti sprengju af netinu. Hann missti framan af fingrum sínum þegar hann reyndi að taka sprengjuna í sundur.

Luke Stillman hafði mikinn áhuga á hergögnum og pantaði spænska 81mm sprengjukúlu af internetinu.

Þegar sprengjan kom í póstinum hljóp Luke með hana upp í herbergi og hóf að taka hana í sundur. Honum tókst reyndar að taka hana í sundur nokkrum sinnum áður en hún sprakk.

Foreldrar Luke heyrðu mikinn hvell og héldu að bókahilla í herbergi sonarins hefði fallið. Foreldrarnir athuguðu málið nánar og komu að syninum alblóðugum.

Luke mun ná sér að fullu en hann sleppur með skrekkinn því sprengingin hefði auðveldlega geta orðið honum að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×