Kraftaverk að ekki fór verr í Færeyjum 26. nóvember 2011 05:00 Íbúum á sambýli aldraðra á Þvereyri var bjargað á síðustu stundu út í bifreið. Bifreiðin var ekki lögð af stað þegar þakið fauk af húsinu.mynd/Bjarni Nygaard „Það var hreint kraftaverk að ekki fór verr,“ segir Brynhild Thomsen, ritstjóri á færeyska dagblaðinu Dimmalætting, um tjónið af fárviðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrrinótt. „Það sem fyrst og fremst bjargaði okkur voru þær nákvæmu veðurspár sem veittu okkur upplýsingar um það sem í vændum var. Það var til dæmis búið að stimpla það vel inn í okkur að taka burt allt lauslegt sem hefði getað fokið og valdið ómældu tjóni.“ Fárviðrið skall á syðst á eyjunum strax um klukkan hálfníu á fimmtudagskvöld, færðist síðan hægt norðvestur yfir og mældist í hviðum vel yfir 50 metrar á sekúndu. Undir morgun var versta veðrið gengið yfir en hvasst var þó áfram fram eftir degi. Veðrið hélt síðan áfram yfir hafið til Noregs þar sem það skall á af fullum þunga í gærkvöld. Í Noregi höfðu menn gefið lægðinni nafnið Berit og áttu von á öllu illu. Búist er við roki í Færeyjum aftur síðdegis í dag, „en það verður ekkert í líkingu við hamaganginn í fyrrinótt,“ segir Brynhild. Færeyingar hafa ekki kynnst öðru eins veðri síðan 1988. Veðurfræðingar segja vindstyrkinn ekki orðið jafn mikinn núna, „en vegna þess að vindáttin var önnur þá fann fólk meira fyrir veðrinu núna,“ segir Brynhild, sem býr í Þórshöfn þar sem veðurofsinn náði hámarki um og upp úr miðnætti. „Ég bý á stað í miðri Þórshöfn þar sem venjulega er gott skjól en hviðurnar voru samt alveg hræðilegar,“ segir hún. Gríðarlegt tjón varð á eignum nánast alls staðar á eyjunum, en einna mest varð tjónið sunnan til, í Skúfey og á Þvereyri. Þök fuku af húsum og dæmi eru um að hús hafi fokið í heilu lagi, tré rifnuðu upp og skip og bátar slitnuðu frá bryggjum. Við Skálafjörð slitnuðu þrjú skip upp og rak yfir fjörðinn þar sem þau höfnuðu í fjörunni. Mjóu munaði á Þvereyri þar sem íbúum á elliheimili var bjargað á síðustu stundu. Rétt í þann mund sem síðustu íbúarnir voru komnir út í bifreið fauk þakið af elliheimilinu og stuttu síðar féllu veggir niður. „Við erum með öflugt og fjölmennt lið sjálfboðaliða í björgunarstörfum, og svo var fullmannað í slökkviliði og lögreglu alls staðar. Þegar tilkynningar bárust fóru menn út í þetta kolbrjálaða rok að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Brynhild. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
„Það var hreint kraftaverk að ekki fór verr,“ segir Brynhild Thomsen, ritstjóri á færeyska dagblaðinu Dimmalætting, um tjónið af fárviðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrrinótt. „Það sem fyrst og fremst bjargaði okkur voru þær nákvæmu veðurspár sem veittu okkur upplýsingar um það sem í vændum var. Það var til dæmis búið að stimpla það vel inn í okkur að taka burt allt lauslegt sem hefði getað fokið og valdið ómældu tjóni.“ Fárviðrið skall á syðst á eyjunum strax um klukkan hálfníu á fimmtudagskvöld, færðist síðan hægt norðvestur yfir og mældist í hviðum vel yfir 50 metrar á sekúndu. Undir morgun var versta veðrið gengið yfir en hvasst var þó áfram fram eftir degi. Veðrið hélt síðan áfram yfir hafið til Noregs þar sem það skall á af fullum þunga í gærkvöld. Í Noregi höfðu menn gefið lægðinni nafnið Berit og áttu von á öllu illu. Búist er við roki í Færeyjum aftur síðdegis í dag, „en það verður ekkert í líkingu við hamaganginn í fyrrinótt,“ segir Brynhild. Færeyingar hafa ekki kynnst öðru eins veðri síðan 1988. Veðurfræðingar segja vindstyrkinn ekki orðið jafn mikinn núna, „en vegna þess að vindáttin var önnur þá fann fólk meira fyrir veðrinu núna,“ segir Brynhild, sem býr í Þórshöfn þar sem veðurofsinn náði hámarki um og upp úr miðnætti. „Ég bý á stað í miðri Þórshöfn þar sem venjulega er gott skjól en hviðurnar voru samt alveg hræðilegar,“ segir hún. Gríðarlegt tjón varð á eignum nánast alls staðar á eyjunum, en einna mest varð tjónið sunnan til, í Skúfey og á Þvereyri. Þök fuku af húsum og dæmi eru um að hús hafi fokið í heilu lagi, tré rifnuðu upp og skip og bátar slitnuðu frá bryggjum. Við Skálafjörð slitnuðu þrjú skip upp og rak yfir fjörðinn þar sem þau höfnuðu í fjörunni. Mjóu munaði á Þvereyri þar sem íbúum á elliheimili var bjargað á síðustu stundu. Rétt í þann mund sem síðustu íbúarnir voru komnir út í bifreið fauk þakið af elliheimilinu og stuttu síðar féllu veggir niður. „Við erum með öflugt og fjölmennt lið sjálfboðaliða í björgunarstörfum, og svo var fullmannað í slökkviliði og lögreglu alls staðar. Þegar tilkynningar bárust fóru menn út í þetta kolbrjálaða rok að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Brynhild. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira