Erlent

Sakar öryggissveitir um kynferðisegar áreitni

Mona Eltahawy segir öryggissveitir í Kaíró hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi.
Mona Eltahawy segir öryggissveitir í Kaíró hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. mynd/AP
Dálkahöfundurinn Mona Eltahawy segir meðlimi öryggissveita í Kaíró hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eftir að hún var færð í varðhald í kjölfar mótmælanna á Friðartorginu.

Eltahawy segir að hópur manna hafi umkringt sig í fangaklefanum og barið sig. Þeir hafi einnig þreifað á brjóstum hennar.

Eftir að henni var sleppt upplýsti hún um athæfi mannanna á Twitter-síðu sinni. Hún fór rakleiðis á spítala þar sem gert var að sárum hennar en hún reyndist vera handleggsbrotin.

Eltahawy hefur skrifað mikið um meðferð kvenna í Egyptalandi. Hún var áberandi í mótmælunum sem leiddu til afsagnar Hosni Mubarak og hefur einnig mótmælt stjórnarháttum Herforingjaráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×