Erlent

Eyddu röngu tvíburafóstri

Konan var komin 32 vikur á leið þegar fóstureyðingin var framkvæmd.
Konan var komin 32 vikur á leið þegar fóstureyðingin var framkvæmd.
Rannsókn er hafin á hörmulegi atviki sem átti sé stað á spítala í Ástralíu. Læknar framkvæmdu fóstureyðingu á röngu tvíburafóstri.

Ófríska konan ákvað að gangast undir fóstureyðingu eftir að annar tvíburanna sem hún gekk með var greindur með hjartabilun. Fyrir mistök framkvæmdu starfsmenn spítalans fóstureyðingu á vitlausu fóstri.

Konan var komin 32 vikur á leið þegar fóstureyðingin var framkvæmd.

Í yfirlýsingu frá spítalanum kemur fram að atvikið hafi verið skelfileg mistök og að konan og fjölskylda hennar fái nú áfallahjálp.

Utanaðkomandi aðili hefur verið fenginn til að framkvæma rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×