Erlent

Flóð í suðurhluta Tælands

Enn eru mikil flóð í Bangkok, þrátt fyrir að vatnshæð hafi minnkað nokkuð.
Enn eru mikil flóð í Bangkok, þrátt fyrir að vatnshæð hafi minnkað nokkuð. mynd/AFP
Mikil flóð hafa verið í Tælandi síðastliðnar vikur og hefur nú suðurhluti landsins fundið fyrir áhrifum þeirra. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Songkhla-héraði eftir að stúlkubarn lést í flóðunum.

Ríkisstjóri Songkhla-héraðs hefur biðlað til íbúa svæðisins að undirbúa sig fyrir áframhaldandi flóð. Nú þegar hafa 360 manns þurft að flýja flóðin.

Ekki er talið að mannfall verði jafn mikið og í öðrum héruðum Tælands en alls hafa 17 umdæmi landsins orðið illa úti í flóðunum. Talið er að rúmlega 600 manns hafi fallið í flóðunum hingað til.

Tugþúsundir íbúa Bangkok þurftu að yfirgefa heimili sín í kjölfar flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×