Fleiri fréttir

Hvattir til að syngja og borða hóflega í námunni

Námuverkamennirnir 33 sem eru fastir í koparnámu í Chile eru hvattir til að syngja og spila til að viðhalda andlegri heilsu. Þá hafa þeir verið beðnir um að borða ekki of mikið svo þeir komist nú örugglega inn í göngin sem verið er að búa til að bjarga þeim úr prísundinni. Meira en þrjár vikur eru síðan mennirnir lokuðst inni á 700 metra dýpi í námunni þegar hluti hennar hrundi. Greint hefur verið frá því að það geti tekið allt að fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð.

Tugir manna myrtir sunnan landamæra

Lík 72 manna fundust á búgarði í Tamaulipas-héraði í Mexíkó, rétt sunnan landamæra Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Fullvíst þykir að hinir látnu hafi verið innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríkuríkjum, sem hafi ætlað sér að komast norður yfir.

Grunsamlegt bréf vakti ugg

Starfsfólk á skrifstofu Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku var sett í einangrun í nokkrar klukkustundir í gær eftir að grunsamlegt bréf barst á skrifstofuna.

Reyndi að fá fanga lausan

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lagði leið sína til Norður-Kóreu í vikunni í þeirri von að fá látinn þar lausan Aijalon Gomes, bandarískan ríkisborgara sem hefur setið þar í fangelsi síðan í janúar.

Ungabarn sem úrskurðað var látið á lífi

Nýfætt barn sem ástralskir læknar höfðu úrskurðað látið komst aftur til lífs eftir að móðir þess hélt ungabarninu þétt upp að sér. Ýmsir telja þó að læknarnir hafi gert mistök.

Fleiri börn greinast með drómasýki í Finnlandi

Fleiri börn hafa greinst með drómasýki á síðustu sex mánuðum í Finnlandi en áður þekkist, og vilja einhverjir rekja það til bólusetningu við svínaflensu. Hætt hefur verið að gefa efnið Pandemix tímabundið, eða þar til niðurstaða liggur fyrir.

Flokksskrifstofa rýmd vegna dufts í bréfi

Sex starfsmenn á skrifstofu danska jafnaðarmannaflokksins í Frederiksberg í Kaupmannahöfn hafa verið settir í einangrun eftir að bréf sem innihélt hvítt duft barst skrifstofunni í morgun. Flokksskrifstofan var rýmd og lokaði lögregla götum í grennd við skrifstofuna.

NASA aðstoðar í Chile

Verkamönnunum sem eru fastir í námu í Chile hefur verið greint frá því þeir þurfi að dvelja niðurgrafnir til áramóta. Sérfræðingar frá NASA aðstoða nú við björgunaraðgerðirnar.

Hætta að niðurgreiða sígarettur á Kúbu

Stjórnvöld í Kúbu hafa tilkynnt að í næsta mánuði hætti þau að niðurgreiða sígarettur fyrir Kúbverja 55 ára og eldri líkt og hefur viðgengist um árabil. Þetta er gert til að draga úr kostnaði hins opinbera. Í hinu ríkisrekna dagblaði Granma segir ennfremur að sígarettur séu ekki meðal brýnustu lífsnauðsynjar.

Elin Nordegren: Gekk í gegnum helvíti

Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona Tiger Woods, segist hafa gengið í gegnum helvíti eftir að upp komst um svik kylfingsins. Elin hefur nú rofið þögnina og tjáð sig í fyrsta sinn um framhjáhaldið en eins og frægt er orðið stigu á annan tug kvenna fram í sviðsljósið á síðasta ári og fullyrtu að þær hefðu átt í sambandi við Tiger.

Meinti njósnarinn myrtur fyrir hálfum mánuði

Frekari rannsóknir verða gerðar á líki mannsins sem fannst myrtur á heimili sínu miðborg Lundúna á mánudag og starfaði á vegum bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6. Enn er á huldu við hvað maðurinn, sem var 31 árs, starfaði hjá leyniþjónustunni en getgátur hafa verið um að hann hafi verið njósnari. Hann hafði verið færður til milli starfa en áður vann hann hjá deild sem annaðist hleranir. Lík mannsins fannst í poka í baðherbergi en talið er að allt að hálfur mánuður sé frá því að hann var myrtur.

Myrt fyrir að neita að þræla fyrir glæpagengi

Fólkið sem fannst myrt í Mexíkó í fyrradag var frá Mið- og Suður-Ameríku og huggðist fara ólöglega til Bandaríkjanna. Fólkið, 58 karlar og 14 konur, var myrt á strjálbýlu svæði í norðurhluta Mexíkó eftir að það neitaði að þræla fyrir glæpagengi við framleiðslu fíkniefna.

Nítján fórust í flugslysi

Nítján fórust þegar farþegaflugvél hrapaði í Afríkuríkinu Austur-Kongó í gærkvöldi. Tveir hafa fundist á lífi. Allt lítur út fyrir að flugvélin, sem var að gerðinni Let-410, hafi einfaldlega orðið eldsneytislaus í innanlandsflugi milli höfuðborgarinnar Kinshasa og Bandundu en hún hrapaði skammt frá flugvelli borgarinnar.

Ákæra um áreitni rannsökuð

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á ekki lengur yfir höfði sér ákærur fyrir nein kynferðisbrot í Svíþjóð.

Vargöld í Mexíkó: Fundu 72 lík

Tugir líka fundust í Mexíkó í gær. Talið er að fólkið hafi verið myrt í tengslum við átök um fíknefnamarkaðinn í landinu.

Wikileaks: CIA skjölin birt í dag

Forsvarsmenn vefsíðunnar Wikileaks gáfu það út í gærkvöldi að þær hyggist birta leyniskjöl frá bandarísku leyniþjónustunni CIA í dag. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning. Skjölin eru síðari hluti af skjalasafni sem varðar aðfarir bandaríska hersins í Afganistan.

Sakar yfirvöld í S-Afríku um þjóðarmorð

Suður-afrískur maður sakar þarlend stjórnvöld um þjóðarmorð í erindi sem hann hefur sent Sameinuðu þjóðunum. Hann segir 40 þúsund hvíta bændur hafa verið myrta í landinu á undanförnum árum.

Meintur njósnari fannst látinn í poka

Talið er að maður sem fannst myrtur í miðborg Lundúna á mánudag hafi verið njósnari á vegum bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6. Lík mannsins fannst í poka í baðhergi íbúðar skammt frá höfuðstöðvðum leyniþjónustunnar sem verst allra fregna af málinu. Lundúnalögreglan fer með rannsókn málsins enn sem komið er.

Vill 40 þyrlur

Sameinuðu þjóðirnar þurfa mun fleiri þyrlur til að geta sinnt neyðaraðgerðum á flóðasvæðunum í Pakistan. Samtökin hafa yfir að ráða tíu þyrlum í dag en John Holmes, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðanna, segir brýnt að fjölga þeim upp í 50.

Fleiri smitast í Bretlandi

Um hálf milljón manna smitaðist af kynsjúkdómi í Bretlandi á síðasta ári en það er nærri 12 þúsund fleiri en árið 2008. Þetta sýna nýjar tölur breskra heilbrigðisyfirvalda sem segja mikilvægt að reka aukinn áróður fyrir notkun smokks.

Nærri helmingur bjargaðist

Kínversk farþegaþota brotlenti í aðflugi að flugvelli við borgina Yichun, sem er milljón manna stórborg í Heilongjiang-héraði í norðanverðu Kína.

Lítið skeytt um Pakistan?

Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan.

David Cameron eignast fjórða barnið

Breska forsætisráðherrafrúin Samantha Cameron hefur alið manni sínum fjórða barn þeirra hjóna. Barnið er stúlka. Í tilkynningu sem breski forsætisráðherrabústaðurinn sendi fjölmiðlum segir að bæði móður og barni heilsist vel. Í yfirlýsingu sem talsmaður forsætisráðherrans las fyrir fjölmiðla þökkuðu forsætisráðherrahjónin læknum og hjúkrunarfólki fyrir þeirra þátt við fæðinguna.

Fengu túnfisk og mjólkursopa á tveggja daga fresti

Námuverkamennirnir 33 sem setið hafa fastir í námu í Chile í tæpar þrjár vikur fengu tvær skeiðar af túnfisk úr dós, mjólkursopa og kexköku á tveggja daga fresti áður en björgunarsveitarmenn fundu þá.

Átta ferðamenn féllu í gíslatökunni á Fillipseyjum

Nú er ljóst að átta kínverskir ferðamenn létu lífið þegar fyrrverandi lögreglumaður réðst inn í rútu á Fillipseyjum og tók 24 í gíslingu í gær. Tveir eru enn alvarlega slasaðir. Gíslatökumaðurinn sem var 55 ára gamall krafðist þess að verða endurráðinn en hann var rekinn úr starfi fyrir tveimur árum. Maðurinn fullyrti að hann hefði verið borinn röngum sökum.

Réttað yfir lækni Jackson í byrjun næsta árs

Læknir Michaels Jackson sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi vegna andláts popparans verður spurður spjörunum úr í byrjun janúar á næsta ári þegar réttarhöldunum verður framhaldið. Þetta var niðurstaða dómara í Los Angeles í gær.

Fastir í umferðarteppu í níu daga

Ökumenn á þjóðveginum á milli kínversku höfuðborgarinnar Peking og borgarinnar Jining eru væntanlega ekki ánægðir með lífið og tilveruna þessa dagana.

Óvissan hefur áhrif á ástralska dollarann

Gengi ástralska dollarans og ríkisskuldabréfa lækkuðu við opnun markaða í morgun vegna óvissunnar sem ríkir í landinu eftir þingkosningar um helgina. Lækkunin gekk að einhverju leyti til baka þegar leið á morguninn en ástralski dollarinn veiktist talsvert gagnvart þeim bandaríska.

Fyrrverandi lögreglumaður heldur fólki í gíslingu

Fyrrverandi lögreglumaður sem heldur á þriðja tug ferðamanna í gíslingu í höfuðborg Filippseyja krefst þess að verða endurráðinn. Maðurinn rændi rútu í morgun vopnaður rifli en talið er að minnsta kosti 25 ferðamenn hafi verið í rútunni þar á meðal börn. Sjö gíslum hefur sleppt.

Hálshöggvin lík í Mexíkó

Lík fjögurra karlmanna fundust skammt frá vinsælum ferðmannastað efnaðra Mexíkóa í landinu í gærkvöldi. Líkin höfðu verið hálshöggvin, hengd fram af brú um öklana og á þau rituð skilaboð sem tengjast fíkniefnastríðinu sem hefur geisað í Mexíkó undanfarin ár með sífellt fleiri morðum og öðrum ofbeldisglæpum. Málið tengist innbyrðis átökum eins stærsta glæpagengis landsins eftir að leiðtogi þess var drepinn í skotbardaga við hermenn í lok síðasta árs.

Á lífi eftir 17 daga innilokaðir í námu

Námamennirnir 33 sem lokuðust inni í námu í Chile fyrir rúmum hálfum mánuði eru á lífi. Það gæti tekið mánuði að ná mönnunum úr prísundinni.

Wyclef áfrýjar

Rapparinn Wyclef Jean hefur ákveðið að áfrýja úrskurði yfirkjörstjórnar Haítí sem meinaði honum fyrir helgi að bjóða sig fram til forsetaembættis landsins. Wyclef er ekki kjörgengur þar sem hann hefur ekki búið samfellt í fimm ár í landinu. Rapparinn bjó á Haítí þar til hann var níu ára gamall en hefur búið í Bandaríkjunum síðan þar sem hann gerði það meðal annars gott með hljómsveitinni Fugees.

Sonur Mubaraks býður fram

Auglýsingaspjöld þess efnis að Gamal Mubarak, yngri sonur Hosni Mubarak forseta Egyptalands, sé næsti leiðtogi Egyptalands er nú víða að finna í Egyptalandi.

Netanyahu vill koma á óvart

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið í skyn að friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna, sem hefjast aftur í næstu viku, geti skilað árangri. Það er þó með þeim fyrirvara að Palestínumenn gangi að kröfum Ísraela.

Stjórnarandstæðingar teknir höndum

Rússneska lögreglan kom í veg fyrir að um hundrað stjórnarandstæðingar færu í fánagöngu í gegnum miðborg Moskvu í gær og handtók þrjá af leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Þar á meðal var Boris Nemtsov sem talið er að komi til með að leiða stjórnarandstöðuna í næstu kosningum.

Fjórir bandarískir hermenn drepnir

Fjórir bandarískir hermenn féllu í austur- og suðurhluta Afganistan í gær, að sögn NATO. Þrír þeirra létust í átökum við uppreisnar-menn en einn lést þegar hann varð fyrir heimagerðri sprengju. Þá varð fyrrum skæruliðaleiðtoginn Slaam Pahlawan fyrir bílsprengju í Faryab-héraði í norðurhluta landsins.

Hart deilt um bænahús í New York í morgun

Það var handagangur í öskjunni í New York í morgun þegar stuðningsmenn og andstæðingar umdeildrar mosku, sem fyrirhugað er að reisa nærri rústum World Trade Center, mættust í morgun.

Leitað að bíræfnum málverkaþjófum

Málverk eftir Vincent Van Gogh sem metið er á um 6 milljarða hefur ekki enn komist í leitirnar. Talið er að bíræfnir þjófar hafi stolið verkinu.

Tæplega 100 þúsund fluttir á brott frá Dandong

Níutíu og fjögur þúsund manns voru fluttir frá borginni Dandong í norðurhluta Kína í dag eftir að Yalu-áin flaut yfir bakka sína vegna mikilla rigninga á svæðinu að undanförnu. Þriggja manna er saknað í borginni.

Joly býður sig fram til forseta

Hin norsk/franska Eva Joly sem er hvað þekktust hér á landi fyrir ráðgjafastörf við embætti sérstaks saksóknara, er sögð ætla að bjóða sig fram til forseta Frakklands.

Sjá næstu 50 fréttir