Erlent

Réttað yfir lækni Jackson í byrjun næsta árs

Conrad Murray hefur ávallt haldið því fram að hann hafi ekki skrifað upp á nein lyf sem gætu hafa dregið Jackson til dauða.
Conrad Murray hefur ávallt haldið því fram að hann hafi ekki skrifað upp á nein lyf sem gætu hafa dregið Jackson til dauða. Mynd/AP

Læknir Michaels Jackson sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi vegna andláts popparans verður spurður spjörunum úr í byrjun janúar á næsta ári þegar réttarhöldunum verður framhaldið. Þetta var niðurstaða dómara í Los Angeles í gær.

Michael Jackson lést á heimili sínu í júní í fyrra fimmtugur að aldri. Réttarlæknir komst að þeirri niðurstöðu að um manndráp hafi verið að ræða sem rekja mátti til mikillar lyfjagjafar.

Í byrjun febrúar á þessu ári var læknirinn Conrad Murray ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en Murray hefur ávallt haldið því fram að hann hafi ekki skrifað upp á nein lyf sem gætu hafa dregið Jackson til dauða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×