Erlent

Sonur Mubaraks býður fram

Tíu ára drengur, Mohammed Adel, dreifir veggspjöldum fyrir Gamal Mubarak í Kaíró á laugardag.
Tíu ára drengur, Mohammed Adel, dreifir veggspjöldum fyrir Gamal Mubarak í Kaíró á laugardag.

Auglýsingaspjöld þess efnis að Gamal Mubarak, yngri sonur Hosni Mubarak forseta Egyptalands, sé næsti leiðtogi Egyptalands er nú víða að finna í Egyptalandi.

Síðastliðin tíu ár hefur því verið haldið fram að Gamal komi til með að taka við af 82 ára gömlum föður sínum sem hefur verið við stjórnvölinn í nærri þrjátíu ár. Hugmyndin hefur fengið misgóðar undirtektir. Talið er að Gamal sé með plaggötunum að kanna jarðveginn fyrir framboð sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×