Erlent

Grunsamlegt bréf vakti ugg

Lögregla og slökkvilið mætti í vígalegum búningum.
Lögregla og slökkvilið mætti í vígalegum búningum. nordicphotos/AFP

Starfsfólk á skrifstofu Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku var sett í einangrun í nokkrar klukkustundir í gær eftir að grunsamlegt bréf barst á skrifstofuna.

Torkennilegt duft reyndist vera í bréfinu og var það sett í rannsókn. Húsinu var lokað og mátti fólk á öðrum hæðum ekki fara út, né heldur neinn koma inn í húsið meðan málið var kannað.

Á endanum þótti ljóst að bréfið væri hættulítið, en starfsfólkið var engu að síður sent í bað til að skola af sér efni sem hugsanlega gætu verið hættuleg. Endanlegra niðurstaðna rannsóknar á duftinu var beðið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×