Erlent

Pakistanar flýja heimili sín - ástandið grafalvarlegt

Ástandið er slæmt.
Ástandið er slæmt.

Tugir þúsunda eru enn að flýja af flóðasvæðunum í Pakistan, þremur vikum eftir að flóðin hófust.

Þegar hafa fjórar milljónir verið fluttar á brott úr borginni Sukkar í Sindh héraðinu. Þá er talið að um 20 milljónir séu á vergangi. Aðeins lítill hluti þeirra hefur leitað til hjálparbúða á vegum Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) óttast sjúkdóma vegna skorts á hreinlætisaðstöðum. Þegar hefur borið talsvert á niðurgangi en áætlað er að um 200 þúsund manns séu með sáran niðurgang.

WHO telur ástandið grafalvarlegt en 1600 manns hafa látist í flóðunum. Óttast er að sú tala geti snarhækkað.

Alls hafa 200 þúsund manns flúið Sindh héraðið síðasta sólarhringinn samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Héraðið er talið hafa orðið verst úti í flóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×