Erlent

Vill 40 þyrlur

Frá þorpinu Tul í suðurhluta Pakistan Mynd/AP
Frá þorpinu Tul í suðurhluta Pakistan Mynd/AP

Sameinuðu þjóðirnar þurfa mun fleiri þyrlur til að geta sinnt neyðaraðgerðum á flóðasvæðunum í Pakistan. Samtökin hafa yfir að ráða tíu þyrlum í dag en John Holmes, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðanna, segir brýnt að fjölga þeim upp í 50.

Fjölmargar brýr og vegir hafa skemmst í flóðunum. Talið er að heilu þorpin og um 800 þúsund íbúar hafi orðið innlyksa og þurfi nauðsynlega á aðstoð að halda. Holmes segir flóðin án fordæmis og um leið skapi þau mikla erfiðleika við skipulagningu hjálparstarfsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×