Fleiri fréttir

Loðfílarnir misstu graslendið

Loðfílar dóu ekki út fyrir um fjögur þúsund árum vegna þess að menn væru svo duglegir við mammútaveiðar, heldur vegna þess að graslendi eyddist svo mjög að þeim varð ekki lengur líft.

Gefa sér eitt ár til að semja

Ísraelsk og palestínsk stjórnvöld hafa fallist á að hefja friðarviðræður á ný í byrjun september. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær.

Þurfa fleiri þyrlur

Talsmaður matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir Pakistana þurfa nauðsynlega á þyrlum að halda svo hægt sé að koma hjálpargögnum til fólks sem hafa lokast inni á flóðasvæðunum í landinu. Fjölmargar brýr og vegir hafa skemmst í flóðunum sem Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur líkt við hægfara tsunami-flóðbylgju. Emilia Casella, talsmaður matvælahjálparinnar, segir Sameinuðu þjóðirnar einungis hafa tíu þyrlur í Pakistan.

Reyndi að selja albínóa

Kenískur karlmaður hlaut 17 ára fangelsisdóm í nágrannaríkinu Tansaníu í dag fyrir að reyna að selja töfralækni samstarfsmann sinn sem er albínói. Töfralæknirinn hugðist borga 180.000 punda eða tæplega 22 milljónir fyrir albínóann Robinson Mkwana.

Vilja Harry Potter smokka af markaði

Warner Bros kvikmyndaframleiðandinn hefur stefnt svissneskum smokkaframleiðanda sem hefur selt smokka síðastliðin fjögur ár undir merkjum Harry Potters.

Mál bandarísks barnaníðings teygir anga sína til Íslands

Ísland kemur við sögu í réttarhöldum yfir Bandaríkjamanni sgrunaður er um misnotkun á ungum drengjum um margra ára skeið. Maðurinn var handtekinn á miðvikudag í Pennsylvaníu og fjölmiðlar í Philadelphiu fjalla um málið í dag.

Rapparinn fær ekki að bjóða sig fram

Rapparinn Wyclef Jean sem kom öllum í opna skjöldu fyrir nokkrum vikum og sagðist ætla að bjóða sig fram til forsetaembættis Haíti má ekki bjóða sig fram samkvæmt yfirkjörstjórn landsins. Frá þessu var greint í gær og verður listi yfir frambjóðendur birtur í heild sinni í dag.

Hægir á eftir uppsveifluna

Þýska Zew-vísitalan, sem mælir væntingar í viðskiptalífinu, lækkaði úr 21,2 punktum í júlí í 14,0 punkta í síðasta mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra og bendir til að þýskir fjárfestar séu svartsýnir.

Aukin aðstoð til Pakistans

Ríki heims hafa loks tekið við sér og gefið fé til neyðarhjálpar vegna flóðanna í Pakistan, þremur vikum eftir að hörmungarnar hófust.

Um hundrað manns reknir til Rúmeníu

Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu.

Framkvæmdin orðin flóknari

Ríkisstjórnin í Sviss vill endurnýja tvíhliða samninga ríkisins við Evrópusambandið. Þeir eru orðnir tíu ára gamlir og renna út innan skamms. Doris Leuthard, forseti Sviss, viðurkennir að það verði erfitt að semja við Evrópusambandið um þetta. Bæði hafi Evrópusambandið stækkað mjög þann áratug sem liðinn er síðan tvíhliðasamningurinn var gerður og svo hafi Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins, sem tók gildi á síðasta ári, breytt ýmsu.

Enn eru 50 þúsund eftir í Írak

Allar bardagasveitir bandaríska hersins eru nú farnar frá Írak, rúmum sjö árum eftir að innrásin hófst og Saddam Hussein var steypt af stóli.

Eldsneyti framleitt úr áfengi

Skyldi einhver hafa prófað að setja viskí á bensíntankinn? Vísindamenn við Napier-háskólann í Edinburgh hafa prófað það, að eigin sögn með góðum árangri.

Risarottur hrella Breta

Íbúar í Bradford á Englandi eru skelfingu lostnir eftir að risarotta var drepin í bænum á dögunum. Rottan er helmingi stærri en venjulegar rottur og óttast menn að tegundin sé nú að ryðja sér til rúms á svæðinu því fleiri slíkar hafa sést undanfarna daga. 31 árs gamall Breti, Brandon Goddard skaut kvikyndið á færi en rottan reyndist rúmir 76 sentimetrar að lengd.

Styðja bandaríska dómara fjárhagslega

Færst hefur í vöxt sumum ríkjum Bandaríkjanna að hagsmunahópar styðji fjárhagslega við bakið á dómurum sem sækjast eftir kosningu í hæstarétt dómstóla ríkjanna.

Rappari í felum vegna í forsetaframboðs

Tónlistarmaðurinn Wyclef Jean sem ættaður er frá Haíti er í felum en hann segist hafa fengið morðhótanir undanfarna daga og vikur vegna framboðs síns til forsetaembættis Haíti. Haft er eftir Jean að hann hafi fengið margar símhringingar þar á meðal eina þar sem honum var sagt að koma sér burt frá Haíti.

Sjö látnir eftir bílasprengjur í Kína

Að minnsta kosti sjö eru látnir og fjórtán slasaðir eftir mikla sprengingu á í bænum Aksu á Xinjiang svæðinu í Kína í morgun. Sagt er að þrjár bifreiðar hafi sprungið á brú á svæðinu en einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Færeyskt skip gat ekki landað

Meira en fimmtíu bálreiðir mótmælendur komu í veg fyrir að færeyskir sjómenn gætu landað makrílafla í bænum Peterhead í Skotlandi í fyrrakvöld. Seint um kvöldið gáfust Færeyingarnir upp og sigldu úr höfn.

Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku

Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi.

80 prósent af olíunni enn í flóanum

Vísindamenn við Georgíuháskóla í bandaríkjunum fullyrða að um áttatíu prósent af olíunni, sem lak úr borholu á botni Mexíkóflóa sé enn í flóanum og geti haft mikil áhrif á þörunga og annað líf í flóanum.

Þrír létust er skip sökk á tíu mínútum

Þrír létu lífið þegar að Oyang 70, suður-kóereskt fiskiskip sökk í morgun fjögur hundruð mílum austur af Suður-Nýja Sjálandi. Fimmtíu og einn var um borð í bátnum þegar hann sökk en þriggja er enn saknað. Fjörutíu og fimm skipverjum var bjargað en þeir eru flestir frá Indónesíu.

Kona í ísraelska hernum hefur fengið líflátshótanir

Fyrrum hermaður í ísraelska hernum sem setti myndir af sér með palestínskum föngum inn á Fésbókarsíðu sína segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar myndbirtingarinnar en myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim.

47 létust í rútuslysi á Filippseyjum

Smárúta með 47 innanborðs steyptist í hundrað metra djúpt gljúfur á Filippseyjum í nótt er hún var á leiðinni til San Fernando borgar. Talið er að minnsta kosti 39 eru látnir.

Staðfesta leynileg fangelsi CIA

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur í fórum sínum upptökur af yfirheyrslum yfir Ramzi Binalshibh, sem fóru fram í leynilegu fangelsi á vegum Bandaríkjamanna í Marokkó árið 2002.

Samkynhneigðir þurfa að bíða

Samkynhneigð pör í Kaliforníu, sem höfðu búið sig undir að ganga í hjónaband nú í vikunni, þurfa að bíða lengur.

Þrettán ára drengur hengdi sig fyrir slysni vegna netæðis

Hinn þrettán ára gamli Harry Robinson, hengdi sig fyrir slysni í janúar síðastliðnum. Rannsókn lögreglunnar í Essex í Bretlandi leiddi í ljós að Harry hafði ætlað að láta líða yfir sig. Það gerði hann með því að vefja handklæði, sem var fast í sturtuhengi, utan um hálsinn á sér. Svo virðist sem hann hafi misst fótana og kafnað.

Kona í ísraelsher í klandri vegna Facebook myndar

Eden Aberjil fyrrum hermaður hjá ísraelska hernum setti myndir inn á Fésbókar-síðu sína þar sem hún stiltti sér upp með palestínskum föngum. Við eina myndina þar sem hún sést fyrir framan þrjá fanga sem allir eru með bundið fyrir augun og einn bundinn á höndum, stendur: „Herinn - besti tími lífs míns".

Douglas með æxli í hálsi

Hollywood leikarinn Michael Douglas hefur hafið átta vikna lyfjameðferð vegna æxlis sem uppgötvaðist í hálsi. Samkvæmt talsmanni hans gera læknar ráð fyrir því að hann muni ná fullum bata en Douglas sjálfur segist vera bjartsýnn á að æxlið fari.

Sprengdi sig í loft upp í Bagdad

Að minnsta kosti 41 létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Írak í morgun. Yfir hundrað eru særðir en sprengjan var sprengd þar sem í höfuðborg landsins, Bagdad.

Setti fangamyndir á Facebook

Ísraelsk hernaðaryfirvöld og palestínsk stjórnvöld gagnrýndu í gær harðlega fyrrverandi hermann í ísraelska hernum sem birti myndir af sjálfum sér með palestínskum föngum á Facebook-síðu sinni.

Fá fjögurra mánaða lokafrest

Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur gefið út tilskipun um að einkarekin öryggisgæslufyrirtæki verði að leggja niður alla starfsemi sína í landinu. Fá þau fjögurra mánaða frest til þess.

Brotnaði í tvennt í lendingu

Boeing 737 þota hrapaði í lendingu við eyna San Andres í Karabíska hafinu í nótt. Flugvélin brotnaði í tvennt að því er fram kemur á vef Danmarks Radio. Lögreglan á staðnum segir að hið minnsta einn hafi farist og 114 slasast í brotlendingunni.

Rigningin verður Dönum dýrkeypt

Úrhellisregnið sem gekk yfir Kaupmannahöfn og norðurhluta Sjálands um helgina mun verða Dönum kostnaðarsamt. Ekki liggur hins vegar fyrir hversu mikill kostnaðurinn verður fyrir íbúða- og sumarbústaðaeigendur, segir Jyllands Posten.

Boxari grunaður um morð í Taílandi

Lögreglan á eyjunni Phuket á Taílandi leitar nú að breska tæ-boxaranum Lee Aldhouse sem grunaður er um að hafa stungið bandarískan ferðamann ítrekað með eggvopni með þeim afleiðingum að hann lést.

Fékk prest á sjúkrahúsið

Ungverska leikkonan Zsa Zsa Gabor er við dauðans dyr samkvæmt upplýsingum frá talsmanni hennar og hefur hún beðið um að fá að hitta prest til sín á sjúkrahúsið. Það þykir benda til þess að hún eigi ekki langt eftir. Hún var lögð inn á sjúkrahús fyrir helgi vegna tveggja blóðtappa.

Sagður úr tengslum við fólk

Yfirlýsingar Baracks Obama Bandaríkjaforseta, um að hann hafi hreint ekkert að athuga við það að múslimar reisi sér mosku rétt hjá „Ground zero“, staðnum þar sem Tvíburaturnarnir í New York stóðu, hafa vakið hörð viðbrögð sumra hægrimanna í Bandaríkjunum.

Þjóðir heims bregðist hratt við

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segist aldrei hafa orðið vitni að neinu í líkingu við hörmungarnar í kjölfar flóðanna í Pakistan. Hann segir að þjóðir heims verði að bregðast hratt við og veita Pakistönum alla þá aðstoð sem hugsast geti.

Vanhæfum forseta kennt um

Bandaríska rannsóknarstofnunin RAND dregur upp ófagra mynd af ástandinu á Haítí, rúmu hálfu ári eftir að jarðskjálftinn mikli reið þar yfir.

Baðst afsökunar á þjáningum

Hvorki Naoto Kan forsætisráðherra né neinn ráðherra í ríkisstjórn hans lagði leið sína að minnismerki um japanskar stríðshetjur í gær, þegar þess var minnst að 65 ár eru liðin frá lokum seinni heims­styrjaldarinnar.

Étin lifandi af bakteríum

Bandarísk hjúkrunarkona, Sandy Wilson, vaknaði vorið 2005 fárveik á sjúkrahúsi í Baltimore sem hún hafði áður starfað á. Hún hafði smitast af sjaldgæfri sýkingu, sem hreinlega át upp líffærin í kviðarholi hennar hvert af öðru.

Látinna minnst í Kína

Nú er staðfest að 1239 hafi farist í aurskriðum í Zhouqu í Gansu-héraði í Kína um síðustu helgi. 505 íbúar bæjarins eru ófundnir. Fórnarlamba aurskriðnanna var minnst víðsvegar um Kína í dag.

Mun aldrei gleyma eyðileggingunni

„Ég mun aldrei gleyma eyðileggingunni og þeirri þjáningu sem ég hef orðið vitni að í dag,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við fréttamenn eftir að hafa farið um flóðasvæðin í Pakistan í dag. Hrikaleg flóð hafa valdið gríðarlegu tjóni í landinu undanfarna daga. Yfirvöld í Pakistan telja að 20 milljónir íbúa hafi misst heimili sín.

Sjá næstu 50 fréttir