Erlent

Sakar yfirvöld í S-Afríku um þjóðarmorð

Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. Talsmaður stjórnvalda vísar ásökunum á bug og segir þær fáránlegar.
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. Talsmaður stjórnvalda vísar ásökunum á bug og segir þær fáránlegar.
Suður-afrískur maður sakar þarlend stjórnvöld um þjóðarmorð í erindi sem hann hefur sent Sameinuðu þjóðunum. Hann segir 40 þúsund hvíta bændur hafa verið myrta í landinu á undanförnum árum.

Maðurinn segir Afríska þjóðarráðið, sem gnæft hefur yfir suður-afrísk stjórnmál undanfarin 20 ár, bera óbeint ábyrgð á morðunum og öðru ofbeldi sem hvítir bændur hafa sætt. Hann fullyrðir að hátt í 40 þúsund hvítir bændur hafi verið myrtir frá því að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Lögmaður mannsins vill að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki málið en talsmaður ríkisstjórnar Suður-Afríku vísar ásökunum á bug og segir þær fáránlegar.

Miðað við önnur lönd er glæpatíðni einna hæst í Suður-Afríku þar sem morð, nauðganir og aðrir ofbeldisglæpir eru afar algeng. Rúmlega 50 milljónir manna búa í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa að minnsta kosti þrjú þúsund bændur sem tilheyrðu hvíta minnihlutanum verið myrtir frá lokum aðskilnaðarstefnunnar.

Ólíklegt er talið að fjallað verði um erindi mannsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en ljóst þykir að það mun vekja athygli á vaxandi óánægju hvítra íbúa landsins vegna aukins ofbeldis sem hvítir bændur hafa verið beittir á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×