Erlent

Myrt fyrir að neita að þræla fyrir glæpagengi

Frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafi nærri 28 þúsund manns fallið. Mynd/AP
Frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafi nærri 28 þúsund manns fallið. Mynd/AP Mynd/AP

Fólkið sem fannst myrt í Mexíkó í fyrradag var frá Mið- og Suður-Ameríku og huggðist fara ólöglega til Bandaríkjanna. Fólkið, 58 karlar og 14 konur, var myrt á strjálbýlu svæði í norðurhluta Mexíkó eftir að það neitaði að þræla fyrir glæpagengi við framleiðslu fíkniefna.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að mexíkósk glæpagengi fylgjast vel með fólki frá nágrannaríkjunum sem reyni að komast ólöglega til Bandaríkjanna og ræni því á leið sinni um Mexíkó. Þjóðaröryggisráðgjafi ríkisstjórnarinnar hefur fordæmt morðin og sagt þau svívirðilegan glæp.

Ofbeldisverkum fíkniefnagengja í Mexíkó fer stöðugt fjölgandi. Frá því að yfirvöld hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafi nærri 28 þúsund manns fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×