Erlent

Hvattir til að syngja og borða hóflega í námunni

Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum segir að það geti tekið fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð. Mynd/AP
Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum segir að það geti tekið fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð. Mynd/AP

Námuverkamennirnir 33 sem eru fastir í koparnámu í Chile eru hvattir til að syngja og spila til að viðhalda andlegri heilsu. Þá hafa þeir verið beðnir um að borða ekki of mikið svo þeir komist nú örugglega inn í göngin sem verið er að búa til að bjarga þeim úr prísundinni.

Meira en þrjár vikur eru síðan mennirnir lokuðst inni á 700 metra dýpi í námunni þegar hluti hennar hrundi. Greint hefur verið frá því að það geti tekið allt að fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð.






Tengdar fréttir

Fengu túnfisk og mjólkursopa á tveggja daga fresti

Námuverkamennirnir 33 sem setið hafa fastir í námu í Chile í tæpar þrjár vikur fengu tvær skeiðar af túnfisk úr dós, mjólkursopa og kexköku á tveggja daga fresti áður en björgunarsveitarmenn fundu þá.

NASA aðstoðar í Chile

Verkamönnunum sem eru fastir í námu í Chile hefur verið greint frá því þeir þurfi að dvelja niðurgrafnir til áramóta. Sérfræðingar frá NASA aðstoða nú við björgunaraðgerðirnar.

Á lífi eftir 17 daga innilokaðir í námu

Námamennirnir 33 sem lokuðust inni í námu í Chile fyrir rúmum hálfum mánuði eru á lífi. Það gæti tekið mánuði að ná mönnunum úr prísundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×