Erlent

Óvissan hefur áhrif á ástralska dollarann

Gillard hefur verið forsætisráðherra Ástralíu í tæplega tvo mánuði. Hún ætlar að fara með völd þar til endanleg úrslit kosninganna liggja fyrir.
Gillard hefur verið forsætisráðherra Ástralíu í tæplega tvo mánuði. Hún ætlar að fara með völd þar til endanleg úrslit kosninganna liggja fyrir. Mynd/AFP
Gengi ástralska dollarans og ríkisskuldabréfa lækkuðu við opnun markaða í morgun vegna óvissunnar sem ríkir í landinu eftir þingkosningar um helgina. Lækkunin gekk að einhverju leyti til baka þegar leið á morguninn en ástralski dollarinn veiktist talsvert gagnvart þeim bandaríska.

Á laugardaginn fóru þingkosningar fram í landinu og er talningu ólokið. Vika gæti liðið áður en endanleg úrslit liggja fyrir en samkvæmt kosningaspá áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar ABC fær Verkamannaflokkurinn, sem fer með stjórn landsins, 73 þingsæti og Íhaldsflokkurinn 72, en 76 þingsæti þarf til að ná hreinum meirihluta á ástralska þinginu. Þetta er í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaraldarinnar sem hvorugur flokkanna nær meirihluta og því er ljóst flokkarnir þurfa að reiða sig á stuðning óháðra þingmanna.

Julia Gillard, forsætisráðherra landsins og leiðtogi Verkamannaflokksins, segist ætla að fara með völd þar til endanleg úrslit liggja fyrir. Hún er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Ástralíu. Gillarad boðaði til kosninga fljótlega eftir að hún felldi Kevin Rudd, þáverandi forsætisráðherra, úr leiðtogaembættinu fyrr í sumar.

- Julia Gillard hefur verið forsætisráðherra Ástralíu í tæplega tvo mánuði. Hún ætlar að fara með völd þar til endanleg úrslit kosninganna liggja fyrir. Mynde/AFP




Fleiri fréttir

Sjá meira


×