Erlent

Fleiri smitast í Bretlandi

Bresk heilbrigðisyfirvöld telja brýnt að reka aukinn áróður fyrir notkun smokka.
Bresk heilbrigðisyfirvöld telja brýnt að reka aukinn áróður fyrir notkun smokka.

Um hálf milljón manna smitaðist af kynsjúkdómi í Bretlandi á síðasta ári en það er nærri 12 þúsund fleiri en árið 2008. Þetta sýna nýjar tölur breskra heilbrigðisyfirvalda sem segja mikilvægt að reka aukinn áróður fyrir notkun smokka.

Athygli vekur að tveir þriðju kvenna sem smituðust af kynsjúkdómi í fyrri voru yngri en 25 ára og að helmingur karla var á þeim aldri. 88% kvenna sem fengu klamidíu voru í sama aldurshóp.

Í fyrsta sinn birta yfirvöld tölurnar flokkaðar eftir borgum og svæðum. Flestir sem smituðust af kynsjúkdómi á síðasta ári bjuggu í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×