Erlent

Stjórnarandstæðingar teknir höndum

Stjórnarandstæðingar með risastóra útgáfu af rússneska fánanum í Moskvu í gær. Fréttablaðið/AP
Stjórnarandstæðingar með risastóra útgáfu af rússneska fánanum í Moskvu í gær. Fréttablaðið/AP
Rússneska lögreglan kom í veg fyrir að um hundrað stjórnarandstæðingar færu í fánagöngu í gegnum miðborg Moskvu í gær og handtók þrjá af leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Þar á meðal var Boris Nemtsov sem talið er að komi til með að leiða stjórnarandstöðuna í næstu kosningum.

Stjórnarandstaðan var að fagna fánadeginum, sem er tileinkaður rússneska fánanum. „Fáninn er tákn frelsis og lýðræðis, en augljóslega ekki í huga Pútins,” sagði Nemtsov við handtökuna.

Fáninn skipar stóran sess í hugum Rússa. Boris Jeltsín klifraði upp á skriðdreka hinn 22. ágúst árið 1991 og flaggaði þrílita fánanum til að fagna falli Sovetríkjanna. Þremur árum síðar lýsti hann daginn hátíðisdag.-ve



Fleiri fréttir

Sjá meira


×