Erlent

Reyndi að fá fanga lausan

Hitti næstráðanda
Carter ásamt Kim Yong Nam, næstvaldamesta manni landsins.
Hitti næstráðanda Carter ásamt Kim Yong Nam, næstvaldamesta manni landsins. fréttablaðið/AP

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lagði leið sína til Norður-Kóreu í vikunni í þeirri von að fá látinn þar lausan Aijalon Gomes, bandarískan ríkisborgara sem hefur setið þar í fangelsi síðan í janúar.

Gomes var dæmdur til átta ára þrælkunarvistar þar í landi fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið yfir landamærin frá Kína.

Svo virðist sem Carter hafi fengið litlu ágengt því Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virtist ekki hafa áhuga á að hitta hann heldur hélt í óvænta heimsókn til Kína.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×