Erlent

Tæplega 100 þúsund fluttir á brott frá Dandong

Kínverska borgin Dandong.
Kínverska borgin Dandong.

Níutíu og fjögur þúsund manns voru fluttir frá borginni Dandong í norðurhluta Kína í dag eftir að Yalu-áin flaut yfir bakka sína vegna mikilla rigninga á svæðinu að undanförnu. Þriggja manna er saknað í borginni.

Áin byrjaði að brjóta sér leið í gegnum flóðagarða í gær en áin Yalu liggur á landamærum Kína og Norður Kóreu. Hermenn aðstoðuðu við að flytja íbúa borgarinnar á brott.

Flóðin rufu líka járnbrautarteina þannig að þrjú þúsund manns urðu strandaglópar á lestarstöðinni í Dandong.

Flóðin hafa líka haft áhrif í að minnsta kosti fimm bæjum í Norður Kóreu og hafa á sjötta þúsund manns verið fluttir frá heimilum sínum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×