Erlent

David Cameron eignast fjórða barnið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David og Samantha Cameron hafa eignast sitt fjórða barn. Mynd/ afp.
David og Samantha Cameron hafa eignast sitt fjórða barn. Mynd/ afp.
Breska forsætisráðherrafrúin Samantha Cameron hefur alið manni sínum fjórða barn þeirra hjóna. Barnið er stúlka.

Í tilkynningu sem breski forsætisráðherrabústaðurinn sendi fjölmiðlum segir að bæði móður og barni heilsist vel. Í tilkynningunni þökkuðu forsætisráðherrahjónin læknum og hjúkrunarfólki fyrir þeirra þátt við fæðinguna.

Barnið kom í heiminn mánuði fyrir tímann. Það hefur ekki fengið nafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×