Erlent

Nítján fórust í flugslysi

Frá Kinshasa í Austur-Kongó.
Frá Kinshasa í Austur-Kongó.

Nítján fórust þegar farþegaflugvél hrapaði í Afríkuríkinu Austur-Kongó í gærkvöldi. Tveir hafa fundist á lífi. Allt lítur út fyrir að flugvélin, sem var að gerðinni Let-410, hafi einfaldlega orðið eldsneytislaus í innanlandsflugi milli höfuðborgarinnar Kinshasa og Bandundu en hún hrapaði skammt frá flugvelli borgarinnar.

Fjölmargar flugvélar í Afríkuríkjum, þar á meðal Austur-Kongó, eru í slæmu ásigkomulagi og komnar til ára sinna. Margar þeirra voru framleiddar í Sovétríkjunum sem líkt og kunnugt er liðu undir lok fyrir 20 árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×