Erlent

NASA aðstoðar í Chile

Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum segir að það geti tekið fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð.
Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum segir að það geti tekið fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð. Mynd/AP
Verkamönnunum sem eru fastir í námu í Chile hefur verið greint frá því þeir þurfi að dvelja niðurgrafnir til áramóta. Sérfræðingar frá NASA aðstoða nú við björgunaraðgerðirnar.

Námuverkamennirnir 33 lokuðust inni í koparnámu á um 700 metra dýpi þegar hluti hennar hrundi fyrir þremur vikum. Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum segir að það geti tekið fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð.

Í fyrstu var ákveðið að upplýsa verkamennina ekki um stöðu mála þar sem óttast var að það gæti haft slæm áhrif á geðheilsu þeirra, en það hefur nú verið gert. Heilbrigðisráðherra Chile segir að mennirnir hafi tekið tíðindunum af yfirvegun.

Yfirvöld hafa sett saman áætlun sem miðar að því að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og eru sérfræðingar NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, komnir á vettvang. Vonir standa til að hægt verði að nýta reynslu NASA af löngum ferðum geimfara í þröngum rýmum svo hægt verði að viðhalda heilsu námuverkamannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×